Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað skal segja?

Alltaf sama rjómablíðan hérna.  Auðvitað fórum við í golf í morgun.  Það gekk þokkalega takk fyrir, átti meira að segja 1 fugl, sem þykir afrek á mínum bæ. 

Núna ætlum við að skvera okkur úr golfgallanum og skutlast í Lowes að kaupa jólaskraut.  Það er víst allt á 50% afslætti þar, gvöð hvað ég hlakka til.  Svo kemur stubban okkar á morgun, ég hlakka svo til að fá hana.  Svo koma þau brottfluttu á Þorláksmessu, þá verður allt eins og það á að vera.  Þau eru núna í Texas.

Ég er svo hræðilega andlaus núna, slúðrið er ekki upp á marga fiska einu sinni.  Vona að jólaskrautsinnkaupin hressi við kerlingiuna.  Og svo ætlar gamli að skemmta sér við að setja upp jólaskraut utandyra án þess að slást við vind, afsakið rok og vera ekki krókloppin.  Það verður tilbreyting.  Kannski verður hér bara eins og jólaland aldrei að vita, amk fýkur ekki allt stöffið út í veður og vind.

Svo er á dagskránni að heyra í flugfrænda.  Er með pakka til þeirra, landbúnaðarafurðir sagði sendandinn, ætli það sé sviðakjammi?  Það hefur amk ekki heyrst neitt í pakkanum, svo amk er hann ekki á lífi lengur......

Verið dugleg að skrifa athugasemdir og munið kreppulausar athugasemdir, hef ekki áhuga á henni núna.....  Sorry

 


Komin til Ameríku jú hú

MMMMM  hérna er hlýtt....  Hérna erum við í góðum gír.  Getiði bara hvað við gerðum í morgun,  jú við fórum í golf,  big surprise.  Frúnni gekk nú svona bara ljómandi takk fyrir, veðrið er náttla bara eins og í paradís.  Húsið í súper standi eins og vanalega.

Eitthvað voru landamæraverðirnir fúlir út í okkur, ekki svo sem í fyrsta skipti, þeir vilja endilega að við flytjum hingað og það strax, ég lái þeim það svo sem ekki, hver vill ekki hafa okkur búandi hjá sér ?  En hingað erum við komin og sjáum fram á yndislega FRÉTTA lausa tíma.  Ef einhver hefur hugsað sér að senda okkur tölvupóst með einhverjum samsæriskenningum eða yfirleitt einhverju um  eitthvað ástand, þá plís látið það eiga sig.  Við ætlum að eiga góða tíma hérna og ekki vera á kafi í einhverjum leiðindum. 

Mikið væri nú gaman að fá athugasemdir en án kreppu takk fyrir.....

 


Blog 1 úr Leifsstöð

Jæja, þá er ég hætt að blogga um: stjórnmál, þjóðmál, kreppumál, leiðindamál og hvað annað sem er mér til ama.  Nú ætla ég bara að blogga um yndislegheit.    Hérna sit ég almúginn á Saga Lounge og læt dekra við mig.  Rauðvínsglasið við hendina og flottar veitingar.  Fyrir höndum er 8 tíma flug til Paradísar og ekki kvíði ég fyrir.  Við gömlu erum að fara í heilar 3 vikur og erum svo heppin að stubban okkar kemur á föstudaginn og sú brottflutta kemur úr ród trippinu sínu á Þorláksmessu.  Við erum svo heppin að þau vilji öll vera með okkur.  Hvað haldiði að við ætlum að gera í fyrramálið kl. 9:32?  Jú við ætlum í golf og ég á ekki von á að við verðum með sultardropa í nefinu.  MMMMM.  Ég ætla að reyna mitt besta að vera í fréttabanni alla ferðina, ég get ekkert gert, nema að hafa áhyggjur og það er bara leiðinlegt í fríi.  Þótt ótrúlegt sé, þá held ég að þótt ég fari af landi brott þá skipti það ekki meginmáli í lífinu á Íslandi.  Auðvitað hef ég áhyggjur að mín verði sárt saknað í vinnunni, það væri nú ómögulegt annað  !!!!  Þið dirfist ekki að vera glöð að losna við mig !!!

Ætla að vera dugleg að blogga ef ég hef tíma, við gömlu ætlum kannski að taka bílpróf í Ammmmeríkunni ó mæ god og mér heyrist gamli vera heitur að skreyta, amk hlakkar hann til að setja ljós í trén okkar án þess að vera með frosna putta.

Hætt í bili, þetta blogg tekur allt of mikinn tíma frá rauðvíninu.  Tjá, heyrumst fljótt


Sinfónían, COVER BAND

Eða réttara sagt, þá sagði gamli við mig í gærkvöldi:  Gaman að sjá að "Cover band" sé tilnefnt til Grammy verðlauna.  Ha, já, er ekki sinfónían bara eitt stórt cover band?  Þeir spila eingöngu tónlist eftir aðra.  En skrítið að hugsa sér að oftast þykja cover bönd ekki sérstaklega menningarleg, en aftur á móti þykir sinfónían með fínni og menningarlegri böndum.  Er þá bara svona flott að spila tónlist annarra ef hún er eldgömul?   Bara fannst þetta dálítið skemmtileg pæling, afhverju að fólk sem spilar á hljóðfæri í stórum hópi tónlist eftir aðra sé eitthvað menningarlegra en fólk sem spilar tónlist eftir aðra í minni hópum s.s. dægurlagahljómsveitir.  Var ekki tónlistin sem sinfónían er að spila, dægurlög þeirra tíma t.d. eins og vínarvalsarnir?

Ég bara varð að láta þetta flakka, þótti þetta nokkuð skondið.


mbl.is Sinfóníuhljómsveitin tilnefnd til Grammy-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir, en Bylgjan sagði ekki frá því :(

Var að koma frá Keflavík þegar fjögur fréttir Bylgjunnar voru.  Ég vissi að krónan hafði styrkst yfir daginn og beið þess vegna spennt að heyra hvar í röðinni þær fréttir yrðu á Bylgjunni.  Ég hlustaði á allar fréttirnar en fréttastofu Bylgjunnar þótti þetta ekki nógu krassandi fréttir til að segja frá.  Ég er ennþá sannfærðari um að fréttamiðlar landsins okkar vilja miklu frekar velta sér uppúr og segja frá neikvæðum fréttum, heldur en þeim sem geta flokkast góðar fyrir okkur um þessar mundir.  Ég er svoleiðis aldeilis sannfærð um að ef krónugreyið hefði fallið í hyldýpi, þá hefði það verið frétt númer 1 og ekkert annað.  Alveg eins og hann Gissur á morgnanna er fyrir löngu hættur að tala um olíuverðið.  Það er nefnilega ekkert krassandi að olíutunnan kosti undir 50 dollurum.

Ég svoleiðis vildi óska að fréttirnar væru á jákvæðari nótum.  Þá er ég svo viss um að við öll gætum brett upp ermarnar og tekist miklu betur á við verkefnið sem er framundan. 


mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsmóðirin stimplar sig inn.

Góðan daginn.  Það er húsmóðir í Garðabænum sem skrifar.  Engin vinna hjá mér í gær og ekki í dag.  Veit ekki hvað verður á morgun.  En ég er búin að vera svo önnum kafin í allan morgun að hið hálfa væri miklu meira en nóg.  Núna er komið hádegi og ég er núna fyrst að setjast niður og kíkja á netið.  Ég er brosandi út að eyrum, enda er ég svo ljónheppin að afkoma mín er trygg amk í bili.  Gamli hefur nefnilega alltaf verið svo gamaldags að hann hefur unnið.  Já ég segi unnið.  Hann og félagar hans í fyrirtækinu hans, þið kannski vitið sum að hann á ljómandi gott byggingarfélag með tveim öðrum traustum félögum.  Nema hvað í öllum hasarnum sem er búinn að vera í þeim bransa undanfarin ár, hafa þeir félagar þótt frekar halló.  Á meðan félagar þeirra í bransanum hentu hömrunum og eyddu tíma sínum í það að keyra á milli verkstaða, telja pólverja og annan vinnulýð, þá voru mínir menn að störfum með sínum mönnum.  En núna hrósa þeir happi.  Þeir eru engum háðir, bankinn á þá ekki með húð og hári og þeir skulda ekki neinum neitt.  Ég gæti trúað að núna verði þeir öfundaðir af mörgum.  Það verður engin breyting hjá þeim að fara að "vinna" með sínum mönnum.  Og á meðan sit ég og blogga brosandi eins og flónLoL.  En ef vinnan mín kemur aftur, þá stekk ég af stað.  Ég trúi því ennþá að vinnan göfgi manninn.

Má eiginlega ekki vera að þessu hangi, það bíður mín þvottur í þvottahúsinu.  Heyrumst kát.   Já ekki má gleyma að ég þarf að strjúka yfir eldhúsgólfið.


Kærar þakkir Færeyingar!!

Færeyingar eiga heiður skilið.  Þvílíkt örlæti og vinskapur sem þeir hafa sýnt okkur.  Mér finnst það ómetanlegt að eiga svona vini. 


mbl.is Skrifað undir samning við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsund milljarðar......

Ég bara skil ekki svona upphæð og því síður að ef einhver skuldar þúsund milljarða, að hann skuli vera talinn efnaður.

Ég samt skil að eignir hans (fyrirtækja hans) geti numið meiri pening, en er það ekki bara í besta árferði sem það gerist.  Ég á ekki bágt með að trúa að núna séu eignir "mannsins" minni en skuldirnar.  Er hann þá ekki fátækur?  En hann á einkaþotu þ.e. ef þetta er maðurinn sem ég er með í huga.  Og hann á snekkju, sem um kom stór umfjöllun í evrópsku snekkjublaði í haust.  Ekki gleyma flottu íbúðinni í New York.  Og ekki gleyma...... og ekki gleyma.......   Og á ég svo að borga brúsann?  og hann bara flýgur í burtu á einkaþotunni að heimsækja peningana sína í Karabíska.

Úff sukk og svínarí og svo á hann alla  fjölmiðlana eða að minnsta kosti langar mikið í þá.  Er ekki hissa á að bankarnir hafi þurft að setja bremsur á íbúðalán á árinu, "maðurinn" þurfti auðvitað svo mikinn pening.  Djö....... sukk

 


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlaun???

Bara að spá í hvað við þurfum að borga Guðna Ágústssyni margra mánaða biðlaun?  Er ekki viss um að við höfum efni á því Guðni minn. 
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

......

Hélt í smá stund að ég væri að lesa um nýjan útrásarvíking.  En eins og við vitum stunduðu þeir margir hverjir að selja sjálfum sér ýmsa hluti, fyrirtæki og þess háttar smáræði.

Vona bara að þjófurinn fái makleg málagjöld.


mbl.is Keypti eigin vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband