Færsluflokkur: Dægurmál
23.10.2008 | 16:36
Það snjóar og snjóar og snjóar.........

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 10:03
Burt með kreppuna
Að minnsta kosti ætla ég ekki að blogga meira um kreppuna. Það þýðir þó ekki að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað er að gerast. Ég er bara orðin niðurdregnari en efni standa til og ég trúi því innst í huga mínum að við eigum eftir að komast út úr þessu standandi í lappirnar. Ég ætla líka að fækka fréttatímum sem ég hlusta eða horfi á, það er hreint mannskemmandi að innbyrða allt þetta. Ég ætla líka að gauka að honum Gissuri Sigurðssyni, sem ég hef vaknað við í mörg ár þ.e. ég vakna alltaf við 7 fréttirnar á morgnanna. Þessar síðustu vikur byrjar hann ALLTAF á því að tala um annaðhvort met hækkun á hlutabréfamörkuðum nú eða "blóðrauða" byrjun á þessum sömu mörkuðum. Hættu þessu Gissur!!! Ef ekki er hægt að vekja mig með öðrum fréttum þá stilli ég á aðra stöð góði minn. Og núna er olíuverðið bara 5 eða 6 fréttin, sem var, þegar olíuverðið var í hæstu hæðum alltaf fyrsta frétt. Blaða og fréttamenn bera svo mikla ábyrgð og ráða umræðunni að miklu leyti í harðri baráttu við Gróu á Leyti.
Þetta finnst mér að minnsta kosti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 10:54
Eru þeir ekki með öllu viti?
![]() |
Kirkjan krefur ríkið um milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2008 | 10:42
Heimskur bauni
![]() |
Rekin úr búð í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 09:58
Íslenskar fjölskyldur, saman nú, Bretana burt
Ég og mín litla fjölskylda erum arfavitlaus út í Breta. Þótt meirhluti fjölskyldunnar sé af bresku bergi brotin þá stoppar það þau ekki í reiði sinni. Við kvöldverðarborðið í gærkvöldi vorum við að upphugsa heimilisaðgerðir gegn Bretlandi. Mótmæli Eggerts feldskera þykja mér líka ágæt, við eigum öll að láta heyra í okkur við þessa fauta. Það er með ólíkindum að bandalagsþjóð og "vina" þjóð okkar hagi sér eins og bretar eru búnir að haga sér. Ef þetta er "vina" þjóð okkar þá langar mig að eignast aðra vini.
Ég vona svo sannarlega að Rússarnir láni okkur. Ég vona svo sannarlega að við fáum aðstoð frá Norðmönnum. Ég vona svo sannarlega að Belgar hjálpi okkur. Ég vona svo sannarlega að Bretland fái makleg málagjöld og verði rúnir inn að skinninu.
Þetta finnst mér að minnsta kosti.
![]() |
Bretar kunna að skipa skiptastjóra yfir Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.10.2008 | 15:13
Mannlegri viðbrögð
![]() |
Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:34
Ja hérna.
Nú er ég svoleiðis aldeilis hlessa. Þessi frétt finnst mér ákaflega ágæt og gott að sjá að Sinfóníuhljómsveitir tekur þennan pól í hæðina.
Hvur veit nema ég skelli mér á tónkleika með hljómsveitinni í vetur, þó það hafi nú ekki verið á dagskránni. Þó ekki nema bara til að sýna að þetta er viðhorf sem mér líkar.
Gott hjá þér Þröstur og co
![]() |
Afboðunin ákveðinn léttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 10:12
Jú jú, þetta er byrjunin.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2008 | 18:24
Gordon Brown staurblindur?
Var að lesa þessa frétt á visir.is. Eftir lesturinn fannst mér þetta eiginlega engin frétt. Er þá Gordon Brown ekki hæfur til að gegna starfi sínu, ef hann er blindur? Ég held að hæfni mannsins til starfsins hafi ekkert með sjón hans að gera. Ég held að hann hafi sannað það undanfarna viku að hann er langt frá því að vera starfi sínu vaxinn. Ég þekki amk blinda konu sem er fullfær í nánast hverja vinnu sem er. Myndi kannski ekki ráða hana sem bílstjóra en nánast flest annað. Ekki satt Helena?
Kannski gott að það eru fréttir þessa dagana sem eru eiginlega engar fréttir, en þessi fannst mér nokkuð skrítin og eiginlega fjandsamleg í garð blindra og sjóndapra. Það þarf nú ekki annað en að líta á Gordon greyið Brown að hann lítur ákaflega skringilega út og að afsaka útlitið í fjölmiðlum með því að hann sé svo sjóndapur, púff, hlusta ekki á þessa vitleysu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 20:40
Megrun hvað?
Við gömlu fengum okkur gervihnattadisk fyrir síðustu jól. Síðan þá hef ég horft á ógrynni þátta um holdafar fólks, bæði um þá sem eru að springa úr spiki og líka um þá sem eru um það bil að horfalla.
Einn slikan horfði ég á í gærkvöldi "skinny celebrety horror" eða eitthvað slíkt. Get nú bara ekki orða bundist. Er einhver með þokkalegu viti svona galin að taka þátt í þessu? Jú frægar leikkonur út í heimi taka sér tak sérstaklega fyrir "award season" þ.e. þegar Oscarinn er afhentur, Emmy verlaunin o.s.frv. þá fara þær í stranga megrun, gjarnan bara í 2 viku guði sé lof. Upp voru taldir 5 vinsælustu megrunarkúrarnir. Ég get ómögulega munað þá aumingja sem lentu í 4 og 5 sæti en svo komu:
3. sæti, Water cress súpa, þið munið fræin sem krakkarnir komu með svo hreyknir heim úr leikskólanum í blautri bómull, semsagt ein skál af slíkri súpu á dag, verði ykkur að góðu.
2. sæti og haldið ykkur núna: bómullarhnoðrar, bleyttir í appelsínusafa. Ha, hafið þið heyrt annað eins bómullarhnoðrar. Þarna fór ég, áhugamanneskja um starfsemi líkamans að hugsa, hvurnig í veröldinni fara bómullarhnoðrar í gegn?? hmhmhm svar óskast.
1. sæti Ekki borðað neitt..... þið munið það voru 2 vikur.
Ó mæ god, hvað er að okkur. Draumastærðin er auðvitað "size zero" þá eru gallabuxurnar 22" í mittið eða 55 cm. hvað er langt síðan einhver ykkar þarna úti voru 55 cm í mittið. Ég hugsa að ég hafi verið kannski 12 og ég var horaður krakki.
Ég man nú hérna fyrir ekki svo mörgum árum að ég tók mér tak fyrir keppni að grenna mig í vissa þyngd. Þá var allt stranglega reiknað út, það varð að vera nóg af kaloríum til að missa ekki kraft og vit, rétt magn af öllum næringarefnum svo líkaminn bara snérist ekki uppá móti öllu saman. Við vitum að líkaminn þarf visst magn af hitaeiningum bara til að geta viðhaldið sjálfum sér. Við erum svo auðvitað búin að skrumskæla þetta allt með allt og mörgum kaloríum í flestum tilfellum. En svo eru hinir sem fara í öfuga átt. Svelta líkamann. Ég hélt að það væri alveg nóg af hungri í heiminum. Að fullfrískt fólk stundi svona vitleysu er algjörlega fyrir ofan jú eða neðan minn skilning.
Þetta finnst mér að minnsta kosti.
Mikið rosalega þætti mér gaman ef einhver skrifaði athugasemd.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)