Færsluflokkur: Dægurmál
29.6.2008 | 16:30
Hvernig eru græjurnar knúnar áfram?
Þetta datt mér í hug þegar ég sá myndina frá tónleikunum í Mogganum í morgun. Ekki getur verið að græjurnar á sviðinu í gærkvöldi hafi verið knúnar áfram með rafmagni, sem hefur komið frá einhverri hræðilegu virkjuninni? Mér dettur helst í hug að baksviðs hafi verið fjöldi manna á þrekhjólum eða hlaupandi í æ þið vitið svona hamstrahjólum.
Varð líka hugsað til umhverfisins þegar ég las viðtal við Björku um daginn. Þar er hún að lýsa því að hún á heimili m.a. í New York en þar gæti hún ekki verið nema í hálfan mánuð í senn, þá verði hún að komast í burtu í náttúruna. Hún hlýtur að hjóla. En þá hugsa ég líka: hvernig var hjólið hennar búið til? Hvernig ferðast heitir umhverfisverndarsinnar? Dettur þetta bara svona í hug því þeir sem stóðu að tónleikunum í gærkvöldi hljóta að ferðast töluvert og að ferðast á milli landa mengar svo sannarlega umhverfið. Falleg hugsun en ég held að ekki sé hugsað alla leið.
Las líka einhversstaðar einhverntíman að mesti mengunarvaldur þ. e. það sem losar eitthvað gas (sjáið hvað ég er minnug) í mestu magni út í andrúmsloftið, séu beljur, jáhá Skjalda gamla og vinkonur hennar prumpa svo mikið. Bönnum beljum að prumpa.
![]() |
Óður til náttúrunnar í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2008 | 14:01
ANDLÁT SUMARBLÓMANNA
Setti niður 20 stykki stjúpur á 17. júní eins og frægt er orðið. Uppskar bakverki í nokkra daga en hver setur það fyrir sig til að fegra sitt nánasta umhverfi? Ef svo stjúpudruslurnar myndlu láta svo lítið að tóra fram á haust. Núna tæpum 2 vikum seinna eru 4 af 20 farnar yfir móðuna miklu. Þær eru steindauðar, DAD (dead as a doornail). Samt erum við gömlu búin að vera vakandi og sofandi yfir velferð þeirra, passa að ekki þorni moldin þeirra, spjalla við þær og hvað eina. Kannski erum við bara svona leiðinleg að þær hafa framið sjálfsmorð, minnug plantnanna hjá þeim í Fóstbræðrum hérna um árið, munið mússí mússí mússí....
Ég man svo sannarlega fyrri sumarblómatíma. Eitt árið keypti ég fullt af fræjum sem ég nostraði við að koma í plöntur, potaði niður í sumarbyrjun eða í endaðan júní og átti svo fullt í fangi með að halda í jörðinni fyrir roki og annarri óáran. Náði samt nokkrum á legg og safnaði fræjum frá þeim til nota árið á eftir. Dró svo fræin fram einhverntíman í feb eða mars að mig minnir, lagði undir mig hálfa stofuna til að rækta stjúpur, sem svo um sumarið komust sumar á legg og gerðu mig hreykinn garðeiganda og garðálf, og svo voru það hinar sem annað hvort fuku á haf út eða dóu drottni sínum af öðrum óþekktum ástæðum. Nú er ég vaxin uppúr þessu garðstússi. Garðurinn er nú samt nokkuð stór. Man líka eftir þegar við gömlu vorum alveg að kafna úr arfa og fengum manninn til að gera tilboð í arfatýnsluna. Hann leit spekingslega yfir beðin, hafði reyndar aldrei séð áður svona stóran garð, hm hm hm þetta tekur 3 daga í það minnsta og mennirnir hans duglegir. Það gera 130 þúsund. Ég var í nokkra stund að tína kjálkann á mér uppúr arfabeðinu. Næsta laugardag var tekið á því, ég sendi gamla út í garð um morguninn, hann kom inn um hádegi, garðurinn arfalaus og gamli fékk bjór að launum. Góður díll það.
Farin að þrífa....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 18:54
Blogg blogg blogg
Úff er ekki kominn tími á blogg??? Er búin að vera að njóta lífsins síðustu daga í þessari líka brakandi blíðu. Reyndar hefur mér findist vera pínu "gluggaveður", því þegar á golfvöllinn er komið þá virðist alltaf vera hvasst. Er aldrei logn á þessu blessaða landi? ég bara spyr.
Við gömlu fórum á þjóðhátíðardaginn og keyptum sumarblóm sem er nú vart í frásögur færandi, nema fyrir verðið..... obbosí það kostar alveg helling að gera huggulegt í garðinum sínum. Okkur langaði í einhver hugguleg ker til að skutla stjúpunum í en maður þurfti næstum að fá lán fyrir þeim. Hver kaupir þetta? Amk ekki ég, ég holaði bara mínum fínu stjúpum niður í beð og keypti ekki neitt ker og ætla sko ekki að kaupa neitt ker í bráð verðið er algjörlega út í hött. Eigum við kannski að tala svo um gerfiblómin? Hef verið með þessi drellfínu gerfiblóm í einu hengi, þið vitið þá þarf ekki að vökva eða neitt. Þau eru nú orðin dálítið föl og lúin svo okkur datt sú fáviska í hug að endurnýja. Nei þau verða endurnýjuð með hitabeltisplastblómum sem við kaupum í WalMart fyrir slikk í næstu ferð okkar westur til USA.
Annars er lífið bara golf þessa dagana. Ég er búin að golfa svo mikið að mig er farið að verkja í tærnar eftir allt þetta labb og er ég nú vön að labba. Ætla samt aftur í golf í fyrramálið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 18:46
Hvað er að?
![]() |
Dýraníðings leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2008 | 13:42
Er sumarið komið?

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 15:08
Áfram um ferðalög
Jú ég er einlægur aðdáandi ferðalaga. Man fyrstu eftir fyrstu flugferðinni minni. Það var þegar bróðir minn var að læra flug og leyfði lillunni að koma með sér. Flugvélin var sú fallegasta sem ég hafði séð, eins hreyfils, blá og hvít. Þarna hef ég kannski verið 5 eða 6 ára gömul. Vá hvað var æðislega gaman. Ég man líka þegar ég var 11 og fór með mömmu að heimsækja flugbróður minn til Luxembourgar. Flugvélin var miklu miklu stærri, DC-8 frá Loftleiðum. Þá var flogið 3svar á dag til Luxembourgar hvorki meira né minna. Mamma varði löngum tíma fyrir ferðalagið að sauma á mig föt til ferðarinnar og þá ekki síst ferðafötin. Þau voru sko flott, bleikar flauels stuttbuxur og sítt vesti. Ég var sú fyrsta í mínum bekk að ferðast til útlanda. Þá var ekkert talað um hvort væri þröngt eða ekki þröngt í vélinni þetta var tær luxus og upplifun. Ég er nú svo skrítin að ennþá þykja mér ferðalög upplifun. Fríin mín byrja í Leifsstöð, ég fæ alltaf skrítin fiðring í magann þegar ég kem þangað, jafnvel þótt ferðalögunum hafi fjölgað umtalsvert.
Í gamla daga var spurt eftir ferðalagið hvað hefði verið í matinn og hvað flugvélin hafi heitið. Það spyr enginn að þessu í dag, maturinn er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og enginn hefur áhuga á hvort flugvélin heitir eitthvað. Frekar er spurt hvað ég hafi þurft að borga fyrir ferðina.
Núna eru öll flugfélög að leita leiða til að fá fleiri aura í kassann. Mér fannst eiginlega bráðfyndin hugmynd frá annað hvort EasyJet eða RyanAir. Það á að fara að kosta að fara á klóið. Það þarf reyndar ekki að borga til að komast inná dolluna, nei ó nei það þarf að borga til að komast út. Ó mæ god, maður gleymir buddunni eða á ekki rétt klink og er þá bara pikkfastur á kamrinum og vonar bara að fari ekki fyrir manni eins og konunni sem sogaðist föst við klóið í flugvélinni og þurfti að dúsa þar í 5 tíma, en það var nú líka í Ameríku. American Airlines ætla að rukka $15 fyrir hverja tösku sem maður tékkar inn hjá þeim, ég ætla sko ekki að fljúga með þeim eftir verslunartúr westur til USA.
Þótt mér þyki ekkert sérstaklega gaman að sitja um borð í flugvél þá þykir mér flug alltaf mjög spennandi og frábær ferðamáti, maður getur ferðast heimsálfa á milli á aðeins dagsparti, frábært. Ég ætla sko að nýta mér þennan luxus vel og mikið og vona bara að ég þurfi ekki að borga heil ósköp fyrir. Ef ég þarf að borga minna, þá fer ég bara oftar þannig að flugfélagið fær alveg jafn mikið út úr mér, ferðasjúklingnum.
Og svona í endann, afhverju þarf endilega að gefa manni að éta í flugvél?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 15:55
FYRIRGEFÐU LINDA
Ef hún getur ekki séð húmorinn í þessari frétt, þá er illa fyrir henni komið. Ég sé alveg fyrir mér langar raðir af fólki að bíða eftir vigtun.... sleppa morgunmatnum fyrir flug og annað í þeim dúr.
En ég stend samt við það, hvað það er óþægilegt að sitja við hliðina á fólki sem tekur miklu meira en sætið sem því er úthlutað. Ég ætla ekki að nota sama orð og þú, það er bara óþægilegt.
Það hefur ekkert með útrýmingu anorexiu, að taka fólk í sátt, eða að reyna að breyta fólki, það er bara óþægilegt.
Ef Lindu langar í umræður um gott líferni, hollt mataræði, eða hreyfingu til dæmis, þá gæti það orðið bara skemmtilegt.
Mér bara brá töluvert þegar kona sem þekkir mig ekki baun og ég þekki heldur ekki, blótar mér á netinu. En svona eru víst bloggheimar eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2008 | 13:34
Borga eftir þyngd!!!
Ég hef nú oft hugsað um þetta. Afhverju þarf ég ræfillinn sem er bara svona í kjörþyngd að borga sama verð fyrir flugmiðann minn og fitubollan sem er langt á annað hundrað kíló? Og ef ég voga mér að hafa meira en 20 kg í töskunni minni, þá þarf ég að borga aukalega fyrir það þó ég og taskan slögum alls ekki uppí þyngdina á fitubollunni sem borgaði sama fyrir miðann sinn og ég. Svo ég tali nú ekki um skelfinguna sem grípur mann, þegar maður trítlar um borð með sætisúmer 14A og í sæti 14B situr þungarvigtarfarþegi sem tekur hálft sætið mitt. Það er bara ekki réttlátt, ég er búin að borga fyrir þetta pláss og ef þungarvigtarfarþeginn vill meira pláss en ég þá skal hann sko bara borga fyrir meira pláss. Og hana nú
Þetta er nú bara það sem mér finnst og er búið að finnast lengi.
![]() |
Farmiðaverð eftir þyngd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2008 | 13:51
Er að spá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 20:07
Komin heim
Íslandið heilsaði okkur frekar svakalega. Jarðskjálftinn í dag var svakalegur, ég bara sat í vinnunni minni og allt í einu skalf allt og nötraði, ég næstum því stökk út, en sá svo að húsið myndi standa svo ég bara settist niður en verð að viðurkenna að ég skalf innan í mér. Mér þykja jarðskjálftar SVO andstyggilegir.
Við semsagt komum heim í morgun, lentum stundvíslega 5:55 í Keflavík. Fríið okkar var algjörlega frábært, nutum lífsins eins og við best kunnum, slökuðum rækilega á, golfuðum frá okkur allt vit, borðuðum góðan mat og drukkum ágætis rauðvín og ekki sakaði hvað bæði matur og vín eru skítbilleg í ammeríkunni. Þeir fyrir Westan eru algjörlega að tapa sér yfir háu bensínverði, en þegar við segjum þeim hvað við þurfum að borga þá sljákkar nú heldur betur í þeim.
Já má ekki gleyma einu. Á þriðjudagsmorguninn þegar við vorum bara að golfa (eins og venjulega) heyrðum við þvílík ósköp af sírenuvæli. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú ljóti hávaðinn þetta gæti jafnvel truflað golfleikinn. Á miðvikudagsmorguninn þegar við mættum á golfvöllinn var okkur sagt að það hefði verið framið BANKARÁN já há bankarán, bara 5 mínútur í burtu frá okkur. Þetta var nú heilmikið hú ha, því sveitin okkar er svo róleg að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Nema hvað þeir löggugæjarnir girtu nálæg hverfi af svo enginn komst í burtu eða inní hverfin og þetta var aðal umræðuefnið á golfvellinum þennan morguninn.
Nú get ég strax farið að hlakka til 26. september, því þá fljúgum við aftur út og verðum í viku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)